Fréttir
  • Auðkenni

Fyrsta milliskilríkið undirritað

16.6.2008

Auðkenni hf. er fyrsti umsóknaraðili um milliskilríki undir Íslandsrót.

Milliskilríki Auðkennis heitir Fullgilt auðkenni og var myndað og undirritað þann 6. júní síðastliðinn. Fullgilt auðkenni, eins og nafnið ber með sér er milliskilríki sem ætlað er til útgáfu á fullgildum rafrænum skilríkjum í skilningi laga nr. 28/2001 um rafrænar undirskriftir.

Milliskilríkið verður notað til að gefa út endaskilríki á debet-kortum banka og sparisjóða.




Af Snæfellsnesi
Þetta vefsvæði byggir á Eplica