Rafræn skilríki

Rafræn skilríki má nota bæði til auðkenningar og undirskriftar:

Strákur
Auðkenning

 • Færri notendanöfn og lykilorð
  Ég vil nota skilríkin mín til þess að nálgast allar mínar upplýsingar á Netinu, ekki fleiri notendanöfn og lykilorð!
 • Einfaldara aðgengi
  Auðvelt er fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir að nýta rafræn skilríki til frekara aðgengis að upplýsingum og þjónustu.
 • Aukið öryggi í samskiptum
  Vafasamir einstaklingar geta ekki villt á sér heimildir, t.d. á spjallsvæðum fyrir börn og unglinga.

Rafræn undirskrift

 • Spara sporin, tíma og fjármuni
  Handhafi rafræns skilríkis getur skrifað undir skjal eða umsókn þegar honum hentar, heima eða hvar sem er.
 • Tryggja heilleika gagna
  Ef rafrænt undirrituðu skjali er breytt ógildist undirritunin.
 • Rekjanleiki gagna
  Auðvelt er að rekja hver skrifaði undir hvað og hvenær.

 

 


Af Snæfellsnesi
Þetta vefsvæði byggir á Eplica