Fréttir
  • Íslandsrót.is

Vefurinn islandsrot.is í loftið

11.9.2008

Í dag var vefurinn islandsrot.is settur í loftið.

Vefnum er ætlað að kynna og byggja upp traust á Íslandsrót sem er rótarskilríki fyrir Ísland í því dreifilyklaskipulagi sem fjármálaráðuneytið hefur verið að vinna að uppsetningu á í samvinnu við banka og sparisjóði hérlendis.

Íslandsrót var stofnuð 20. maí í vor og hefur þegar undirritað eitt milliskilríki sem er í eigu Auðkennis. Milliskilríki Auðkennis verður notað til að gefa út endaskilríki til notenda á debetkortum banka og sparisjóða.

Íslandsrót og vefurinn eru á forræði fjármálaráðuneytisins.
Af Snæfellsnesi
Þetta vefsvæði byggir á Eplica